Heimskuleg viðskipti

Það heimskulegasta að mati Fortune var það þegar innkalla varð …
Það heimskulegasta að mati Fortune var það þegar innkalla varð milljónir hættulegra leikfanga. AP

Viðskiptatímaritið Fortune hefur birt lista yfir 101 heimskulegt atvik í viðskiptalífinu á árinu sem er að líða. Það allra vitlausasta að mati Fortune er þegar innkalla varð milljónir hættulegra leikfanga, sem framleidd voru í Kína. Apple, Sony og París Hilton eru einnig á meðal þeirra sem komast á listann í ár.  

Í öðru sæti var hugmynd Eli Lilly sem gekk út á það að setja geðlyfið Prozac í pillur sem væru ætlaðar hundum. Hægt var að tyggja pillurnar sem voru með kjötbragði. Tilgangurinn með þessu var sá að draga úr kvíðaröskun hunda þegar eigendurnir yfirgefa þá.

Í þriðja sæti er svo ákvörðun auðkýfingsins Leonu Helmsley, sem lést í ágúst sl., að láta hundinn sinn erfa 12 milljónir dala.  

Þá vöktu deilur milli Sony og Dómkirkjunnar í Manchester athygli á árinu þegar Sony ákvað að nota kirkjuna sem sviðsetningu í ofbeldisfullum tölvuleik (Resistance: Fall of Man). Sony bað síðar kirkjuyfirvöld afsökunar á þessu. Þessi hugmynd Sony lenti í 63. sæti yfir heimskulegustu atvik ársins 2007.

Lista Fortune má sjá hér. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK