Bill Gates í bjórinn

Bill Gates
Bill Gates AP

Stjórnarformaður og stofnandi Microsoft, Bill Gates, hefur keypt 3% hlut í mexíkóska drykkjarvörufyrirtækinu Femsa, sem er annað stærsta brugghús Mexíkó, framleiðir m.a. Sol bjór og er annað stærsta átöppunarfyrirtæki á Coca-Cola í heiminum. Kaupin eru gerð í gegnum eignarhaldsfélags í eigu Gates, Cascade Investment.

Cascade greiddi 392 milljónir dala fyrir hlutinn í Femsa, sem var stofnað árið 1892 og er með höfuðstöðvar í borginni Monterrey í norðausturhluta Mexíkó. Á vef BBC kemur fram að verð hlutabréfa Femsa hækkuðu um 7,5% á Wall Street í gærkvöldi og 7,4% á hlutabréfamarkaði í Mexíkó. Ekki er gefið upp hvenær hluturinn var keyptur né hver sé tilgangurinn með kaupunum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK