Kreppa í uppsiglingu?

Heimsbyggðin gæti verið að sigla inn í nýtt krepputímabil ef marka má sérfræðinga sem vitnað er til í grein breska blaðsins Telegraph. Segir þar að vandi fjármálakerfisins sé ekki eingöngu tengdur aðgengi banka að lausafé heldur skorti verulega á traust fjárfesta á bankakerfinu og hvers á öðrum.

Fjárfestar sitji á fé sínu og forðist að veita jafningjum sínum lán líkt og þeir væru holdsveikir, eins og það er orðað í greininni.

Segir þar að seðlabankar séu að missa stjórn á ástandinu og hafi aðeins nokkrar vikur til að grípa í taumana áður en markaðir falli um sjálfa sig.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK