Hlutabréf lækkuðu á árinu

Kauphöll Íslands.
Kauphöll Íslands. mbl.is/Kristinn

Úrsvalsvísitala Kauphallar Íslands lækkaði um 1,44% á árinu sem nú er að líða og er það í fyrsta skipti frá árinu 2001 sem það gerist en það ár lækkaði vísitalan um 11,2%. Vísitalan var 1159 stig í lok ársins 2001 og hefur því hækkað um  445% síðan. Í dag endaði vísitalan í 6318 stigum, sem er 0,12% hækkun frá í gær.

Mest hækkaði Úrvalsvísitalan árið 2005 eða um tæp 65%.

Í dag hækkuðu bréf Icelandair um 2,4%, SPRON um 1,78% og Föroya Banka um 1,67%. Bréf Atlantic Petroleum lækkaði um 1,3% og Century Aluminium um 1,01%.

Á árinu hækkuðu bréf Atlantic Petroleum mest eða um 258%. Bréf Vinnslustöðvarinnar hækkuðu um 89%, Atorku um 70%, Nýherja um 57%, Alfesca um 38%, Landsbankans um 36%, Marels um 33% og TM um 25%. Mest lækkuðu bréf Flögu um 68%, 365 um 56%, SPRON um 52%, FL Group um 43%, og Icelandic Group um 32%.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Loka