Íbúðalánasjóður áætlar að umsvif sjóðsins á árinu 2008 verði nokkru minni en á árinu sem er að líða. Samkvæmt nýbirtri áætlun sjóðsins fyrir árið 2008 áætlar sjóðurinn að lána 57-65 milljarða króna til húsnæðiskaupa.
Í Morgunkorni greiningardeildar Glitnis kemur fram að í lok nóvember hafði sjóðurinn lánað tæplega 63 milljarða króna og samkvæmt áætlun megi reikna með allt að 6 milljarða útlánum í desember. Í heild megi því búast við að útlán sjóðsins á yfirstandandi ári verði hátt í 69 milljarða króna.