Kynjakvóti tekur gildi í Noregi

Í dag eru aðeins þrír dag­ar eft­ir til að ljúka síðustu verk­efn­um árs­ins 2008. Í Nor­egi snýst eitt þess­ara verk­efna um hlut­fall kynja í stjórn­um hluta­fé­laga, en frá og með 1. janú­ar 2008 skulu minnst 40% stjórn­ar­meðlima vera kon­ur.

Í ný­legri grein í Guar­di­an er bent á að fjórðungi tæp­lega fimm hundruð fyr­ir­tækja hafi ekki tek­ist að upp­fylla kvót­ann. Ná­ist viðmiðið ekki verður heim­ilt að „loka“ þeim. Innt eft­ir því hvort þeim hörðu viður­lög­um yrði fylgt eft­ir svaraði ráðherra jafn­rétt­is­mála að lög­in hefðu verið nógu lengi til staðar.

Inn­an­búðar­menn í norsku viðskipta­lífi vænta þess þó að í byrj­un janú­ar muni stjórn­völd kanna stöðu mála og senda viðvör­un og jafn­vel sekt­ar­boð áður en gripið verði til svo af­drifa­ríkra aðgerða.

Töl­urn­ar tala sínu máli

Glitn­ir er eitt þeirra fyr­ir­tækja sem þarf að upp­fylla nýju lög­in.

„Öll hluta­fé­lög í eigu Glitn­is í Nor­egi hafa minnst 40% kvenna í stjórn,“ seg­ir Björn Rich­ard Johan­sen, upp­lýs­inga­full­trúi Glitn­is í Nor­egi. „Hið sama mun einnig gilda þegar Glitn­ir sam­ein­ast BN­bank í fe­brú­ar.“

Johan­sen seg­ir lög­gjöf­ina hafa verið um­deilda er hún var sett fram og vissu­lega rísi enn upp mót­bár­ur.

„Hjá Glitni finnst okk­ur hins veg­ar sjálfsagt mál að fylgja þessu.“

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK