Metverð á gulli

Verð á gulli komst í 859,20 dali únsan á markaði í Lundúnum í dag og hefur aldrei verið skráð hærra. Hæst hefur verðið áður komist í 850 dali únsan þann 20. janúar 1980. Eftir að metið var sett í dag lækkaði verðið á ný í 847,75 dali þegar fjárfestar innleystu hagnað.

Gengi Bandaríkjadals lækkaði umtalsvert í dag gagnvart evru en hagtölur sem birtust í dag um framleiðslu virðast benda til þess að hætta sé á samdrætti í bandaríska hagkerfiu. Þá stuðlar ókyrrðin í Pakistan og metverð á olíu að því að styrkja gullverðið. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK