Einn fjárfestir á bak við olíuverðshækkun

Starfsmaður kauphallarinnar í New York klórar sér í höfðinu yfir …
Starfsmaður kauphallarinnar í New York klórar sér í höfðinu yfir viðskiptum gærdagsins. AP

Sérfræðingar segja að einn maður hafi staðið á bak við hækkun olíuverðs í gær, þ.e. þegar verðið á tunnu af hráolíu fór á 100 dali í fyrsta sinn í sögunni. Þeir segja að umræddur fjárfestir hafi gert þetta til að öðlast augnabliksfrægð og til að geta gortað sig af þessu í ellinni.

Einn fjárfestir keypti 1.000 tunnur, sem er lágmarkið, og selt þær strax á 99,40 dali. Með þessu tapaði hann 600 dölum. Þetta segir Stephen Schork, fyrrum starfsmaður kauphallarinnar í New York og núverandi ritstjóri fréttabréfs sem fjallar um olíumarkaðinn.

Kauphöllin í New York hefur staðfest að verðið á bandarískri hráolíu hafi aðeins einu sinni farið yfir 100 dali. 

Verð á hráolíunni hefur nú haldist undir 100 dölum og velta markaðssérfræðingar nú upp þeirri spurningu hvort viðskiptin hafi verið lögmæt.

„Hann greiddi 600 dali fyrir réttinn að geta sagt barnabörnum sínum frá því að hann væri sá fyrsti í heiminum sem keypti olíu á 100 dali,“ segir Schork.


mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK