Olíuverð lækkar aftur

Miðlarar á hrávörumarkaðnum í New York.
Miðlarar á hrávörumarkaðnum í New York. AP

Verð á olíu lækkaði um þrjá dali tunnan á markaði í New York í dag en verðið fór yfir 100 dali í byrjun ársins. Ástæðan fyrir verðlækkuninni er einkum sögð sú, að miðlarar óttast bakslag í efnahagslífi Bandaríkjanna og það muni draga úr eftirspurn eftir olíu.

Verðið hækkaði á ný lítillega um tíma í dag þegar fréttir bárust af því að Íranar hefðu haft afskipti af þremur bandarískum herskipum á Hormuz-sundi en þar er mikilvægt flutningaleið fyrir olíu.

Verð á olíu fór niður í 94,91 dal tunnan nú síðdegis á markaði í New York og í Lundúnum lækkaði verðið um 2,42 dali og fór niður í 94,37 dali. Í síðustu viku náði verð á Brent Norðursjávarolíu á markaði í Lundúnum sögulegu hámarki: 98,50 dölum.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Loka