Royal Unibrew áformar að loka Ceres-verksmiðjunni í Árósum, einni af þremur verksmiðjum sínum í Danmörku, á fjórða ársfjórðungi til þess að draga úr kostnaði og auka verðmæti hluthafa. Verksmiðjan, sem stendur á lóð í miðborg Árósa, verður seld.
Í Hálf fimm fréttum kemur fram að félagið áætlar að söluhagnaður af lóðinni nemi 600-900 milljónum danskra króna fyrir skatta. FL Group er stærsti hluthafinn í Royal Unibrew með 25,5% hlut.