Seðlabankinn bandaríski dælir meiru inn

Enn bætir bandaríski seðlabankinn við fjármagni til að rétta við lausafjárstöðu bankanna þar í landi. Áður hafði verið tilkynnt að 40 milljarðar dollara yrðu til reiðu í janúar en sú fjárhæð hefur verið hækkuð í 60 milljarða dollara.

Bankarnir eru í frétt á vef BBC enn sagðir í mikilli fjárþörf og seðlabankinn hyggst halda innspýtingu sinni áfram. Þá er beðið með nokkurri eftirvæntingu eftir ræðu fjármálaráðherra Bandaríkjanna, Henry Paulson, í dag þar sem hann mun ræða stöðuna á fjármálamarkaðnum bandaríska.

Enn er titringur á þeim markaði, sem lýsti sér vel í töluverðri lækkun hlutabréfa á Wall Street á föstudag. Í dag kemur í ljóst hvort seðlabankinn og Paulson nái að blása nýju lífi í fjárfesta.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK