Segir þjóðernishyggju ráða för í Finnlandi

Björgólfur Thor Björgólfsson.
Björgólfur Thor Björgólfsson. mbl.is/Ásdís

Björgólfur Thor Björgólfsson segir við finnska blaðið  Helsingin Sanomat  í dag, að þjóðernishyggja ráði för þegar finnskir hluthafar í fjarskiptafyrirtækinu Elisu standi gegn tilraunum erlendra hluthafa til að gera breytingar á rekstri fyrirtækisins.

Novator, fjárfestingarfélagBjörgólfs,  er stærsti einstaki hluthafinn í Elisa með 11,5%. Novator vill að skipulagi Elisu verði breytt en stjórnendur félagsins og finnskir hluthafar, þar á meðal finnska ríkið og lífeyrissjóðir, eru algerlega andsnúnir hugmyndum Novator.

Björgólfur segir við blaðið, að rök finnsku hluthafanna byggist á misskilningi. Novator vilji ekki skipta rekstri Elisu upp heldur gera uppbyggingu fyrirtækisins markvissari og gegnsærri. Það eina sem vaki fyrir honum sé að auka verðgildi hlutabréfa Elisu.

Þá segir hann það fjarri lagi, að hann vilji sameina Elisu og fjarskiptafyrirtæki, sem hann ræður yfir í Austur-Evrópu enda sé hann búinn að selja þau öll nema tvö pólsk símafélög.

Björgólfur vill einnig fá tvo menn í stjórn Elisu. Annar þeirra verði Orri Hauksson, sem er stjórnarformaður Novator  Finland og hinn yrði starfsmaður Novator.

Frétt Helsingin Sanomat

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK