Nóbelsverðlaunahafar til starfa fyrir frönsk stjórnvöld

Forseti Frakklands, Nicolas Sarkozy, greindi frá því í dag að hann hafi fengið tvo handhafa Nóbelsverðlaunanna í hagfræði til þess að starfa með frönskum stjórnvöldum. Munu þeir koma að gerð breytinga á útreikningum á vexti í Frakklandi með teknu tilliti til lífsgæða. Þetta kom fram á fyrsta blaðamannafundinum sem Sarkozy hefur haldið frá því að hann var kjörinn forseti landsins í maí.

Um er að ræða hagfræðingana Amartya Sen og Joseph Stiglitz.

Joseph E. Stiglitz hlaut Nóbelsverðlaunin 2001 fyrir rannsóknir á markaðsbrestum á vinnu- og fjármagnsmörkuðum með tilliti til upplýsingastreymis innan kerfanna. prófessor í hagfræði við Columbia-háskólann í Bandaríkjunum. Hann var efnahagsráðgjafi Clintons Bandaríkjaforseta og aðalhagfræðingur Alþjóðabankans í Washington. Stiglitz gerði úttekt á íslenska hagkerfinu fyrir Seðlabanka Íslands árið 2001. Stiglitz er nú prófessor við Columbia háskólann í New York en hann hefur harðlega gagnrýnt Alþjóða gjaldeyrissjóðinn. Undanfarin ár hefur hann gagnrýnt hvernig alþjóðavæðingunni hefur mistekist að bæta aðstæður í þránunarlöndunum. Á sama tíma hefur hann verið talsmaður þess að stjórnvöld í þróunarlöndunum styðji við iðnaðarframleiðslu í ríkjum sínum.  

Indverski hagfræðingurinn  Armatya Sen hlaut Nóbelsverðlaunin í hagfræði árið 1998  fyrir rannsóknir sínar á hagkerfum þróunarríkja en hann er einn skeleggasti talsmaður þróunar í þágu félagslegra umbóta.

í

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK