Gylfi Magnússon, hagfræðingur, segir að jafn mikil lækkun á gengi hlutabréfa og raun ber vitni að undanförnu, hafi áhrif víða í hagkerfinu en ekki aðeins á þá sem eiga hlutabréf.
Í lok viðskipta í Kauphöll Íslands í dag stóð Úrvalsvísitalan í 5468 stigum og hafði lækkað um 3,26%. Frá áramótum hefur lækkun hennar numið rúmlega þrettán prósentum.
Markaðsverðmæti skráðra félaga í kauphöllinni hefur lækkað um tæpa 360 milljarða króna frá áramótum. Frá áramótum hafa hlutabréf Exista lækkað um 23,3% og hefur markaðsverðmæti félagsins lækkað um 52 milljarða króna á sama tíma.
Gylfi segist ekki geta treyst sér til að spá um það hvenær botninum er náð og segir ljóst sé að miklir óvissutímar séu framundan