Ekki tímabært að tímasetja skattalækkanir

Árni M. Mathiesen flytur erindi sitt.
Árni M. Mathiesen flytur erindi sitt. mbl.is/Frikki

Árni M. Mathiesen, fjármálaráðherra, sagði í erindi á skattadegi Deloitte, Viðskiptaráðs og Samtaka atvinnulífsins í dag, að aðgerðir til að lækka skatta þurfa að vera rétt tímasettar og falla að þeirri hagþróun sem sé í landinu á hverjum tíma.

„Eins og staðan er nú er ekki tímabært að gefa út hvenær eða með hvaða hætti ríkisstjórnin muni lækka skatta á þessu kjörtímabili. Ástæða þess er sú að óvenju erfitt er að segja til um efnahagsástandið á næstu mánuðum meðal annars vegna óvissu í tengslum við kjarasamninga og sviptinga á fjármálamörkuðum," sagði Árni.

Hann sagði, að á komandi árum sé því mikilvægt að huga að því að núverandi skattkerfi þarf að hafa borð fyrir báru komi til samdráttar, en þá sé viðbúið, að skattstofnar sem hafi verið gjöfulir í uppsveiflu, eins og tekjuskattur lögaðila og fjármagnstekjuskattur, gefi minna af sér í framtíðinni. Ekki sé þess vegna ráðlegt að draga of mikið úr öflunargetu annarra skattstofna. 

Ræða Árna í heild

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK