Hlutabréf hafa snarlækkað í Kauphöll Íslands frá því viðskipti hófust klukkan 10 í morgun. Úrvalsvísitalan hefur lækkað um 3,98% og er 5429 stig. Gengi bréfa Exista hefur lækkað um 8,4%, SPRON um 5,8%, FL Group um 5,7%, Straumur-Burðarás um 5,1%, Landsbankinn um 4,6%, Kaupþing um 3,8% og Glitnir um 3,7%.
Úrvalsvísitalan hefur lækkað um nærri 40% frá því hún fór yfir 9000 stig um miðjan júlí á síðasta ári.