Hlutabréf hækka í byrjun dags

Hlutabréf hækkuðu í upphafi viðskiptadagsins í Kauphöll Íslands.
Hlutabréf hækkuðu í upphafi viðskiptadagsins í Kauphöll Íslands. mbl.is/Kristinn

Hlutabréf hækkuðu í verði um leið og viðskipti hófust í Kauphöll Íslands í dag. Úrvalsvísitalan hækkaði um rúm 2% í upphafi viðskipta, bréf Exista hækkuðu um 2,3%, bréf SPRON hækkuðu um 3,13%, Kaupþings um 2,7%, Landsbankans um 1,5% og FL Group um 4,15% svo nokkuð sé nefnt.

Mikil verðlækkun hefur orðið í Kauphöll Íslands frá áramótum og í lok viðskiptadags í gær hafði Úrvalsvísitalan lækkað um 13,4% fyrstu fjóra daga ársins. Annað hljóð var í strokknum í morgun og segja sérfræðingar, að svo virðist sem tilkynning frá Exista, sem birtist rétt fyrir opnun markaðar um stöðu lausafjár og fjármögnun hafi haft jákvæð áhrif.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK