Hlutabréf hækka í byrjun dags

Hlutabréf hækkuðu í upphafi viðskiptadagsins í Kauphöll Íslands.
Hlutabréf hækkuðu í upphafi viðskiptadagsins í Kauphöll Íslands. mbl.is/Kristinn

Hluta­bréf hækkuðu í verði um leið og viðskipti hóf­ust í Kaup­höll Íslands í dag. Úrvals­vísi­tal­an hækkaði um rúm 2% í upp­hafi viðskipta, bréf Ex­ista hækkuðu um 2,3%, bréf SPRON hækkuðu um 3,13%, Kaupþings um 2,7%, Lands­bank­ans um 1,5% og FL Group um 4,15% svo nokkuð sé nefnt.

Mik­il verðlækk­un hef­ur orðið í Kaup­höll Íslands frá ára­mót­um og í lok viðskipta­dags í gær hafði Úrvals­vísi­tal­an lækkað um 13,4% fyrstu fjóra daga árs­ins. Annað hljóð var í strokkn­um í morg­un og segja sér­fræðing­ar, að svo virðist sem til­kynn­ing frá Ex­ista, sem birt­ist rétt fyr­ir opn­un markaðar um stöðu lausa­fjár og fjár­mögn­un hafi haft já­kvæð áhrif.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK