Lækkun leikur eignir Existu grátt

Markaðsvirði skráðra eigna Existu erlendis hefur hækkað um tæplega 7 milljarða króna það sem af er ári og sem fyrr er það 20% eignarhlutur félagsins í finnska tryggingarisanum sem hefur þar mest áhrif. Verðmæti þess hlutar hefur hækkað um tæpa 9 milljarða króna frá áramótum en verðmæti hlutar félagsins í Storebrand hefur rýrnað um rúman milljarð og verðmæti hlutarins í bresku sportvörukeðjunni JJB Sports hefur rýrnað um tæpar 700 milljónir króna.

Eins og margoft kom fram fyrir jól voru það fyrst og fremst erlendar eignir Existu sem rýrðu markaðsverðmæti skráðra eigna félagsins en þrátt fyrir áðurnefnda hækkun er það þó ekki svo að samanlagt markaðsvirði skráðra eigna Existu hækki nú. Til þess sér íslenski hlutabréfamarkaðurinn.

Það sem af er ári hefur markaðsvirði hlutar Existu í Kaupþingi rýrnað um 24,7 milljarða króna og hluturinn í Bakkavör um tæpa 6,2 milljarða. Samanlagt hafa skráðar eignir Existu rýrnað um tæpa 23 milljarða króna það sem af er ári. Taka ber fram að hér er um óinnleystar gengissveiflur að ræða auk þess sem hlutur Existu í Kaupþingi er færður til bókar með hlutdeildaraðferð þannig að gengisþróun hlutarins hefur ekki áhrif á afkomu félagsins og hið sama gildir um hlutinn í Sampo.

Fyrstu dagar ársins hafa vægast sagt einkennst af mikilli svartsýni á hlutabréfamarkaðnum hér á landi og eru merki þess greinileg á gengi hlutabréfa Existu. Í gær lækkaði félagið um 3,9% og það sem af er ári hafa bréf þess lækkað um 23,3%.

Það hefur sýnt sig að þegar gengi Exista lækkar fylgir gengi Spron á eftir enda er Exista mikilvægasta eign sjóðsins á hlutabréfamarkaði. Það sem af er ári hefur gengi Spron lækkað um 15,9%.

Guðmundur Hauksson, forstjóri Spron, segir í raun enga aðra skýringu á lækkun félagsins en þá stemningu sem ríkir á markaði. Hann segir rekstrarstöðu fyrirtækja í kauphöllinni almennt sterka og því séu ekki forsendur fyrir þeim miklu lækkunum sem nú hafa átt sér stað. Svartsýni sé hins vegar mjög mikil, bæði hjá markaðsaðilum og fjölmiðlum hérlendis sem og erlendis, nokkuð sem sé ráðandi á markaðnum eins og er. „Ég vona að menn fari að eygja birtuna með hækkandi sól,“ segir Guðmundur.

Í hnotskurn

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK