Glitnir hefur tryggt fjármögnun út árið

Glitnir segist hafa tryggt sér þá 3,5 milljarða evra endurfjármögnun, sem fyrirsjáanleg er á árinu en áformar að afla meira fjár til að bæta lausafjárstöðuna. Skuldabréfaálag íslenskra banka og ríkisins hefur hækkað umtalsvert síðustu daga.

Reutersfréttastofan hefur eftir talsmanni Glitnis, að bankinn hafi nægilegt lausafé og eignir til að standa undir allri endurfjármögnun á þessu ári. Hins vegar standi til að bæta lausafjárstöðuna til að uppfylla reglur, sem bankinn hefur sjálfur sett.

Haft er eftir William Symington, yfirmanni endurfjármögnunar hjá Glitni, að bankinn hefði verið að undirbúa skuldabréfaútboð í Bandaríkjunum en ekki væri ljóst hvenær það færi fram í ljósi núverandi aðstæðna á markaði.

Skuldabréfaálag Glitnis hefur aukist úr 85 punktum um mitt síðasta ár í 285 punkta. Álag Kaupþings hefur aukist enn meira.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK