Seðlabanki andvígur evrubókhaldi fjármálafyrirtækja

mbl.is/Ómar

Seðlabank­inn er mót­fall­inn því að inn­lend fjár­mála­fyr­ir­tæki taki al­farið upp er­lend­an gjald­miðil í reikn­ings­haldi sínu. Stefni fjár­mála­fyr­ir­tæki jafn­framt að því að ákveða hluta­fé sitt í er­lend­um gjald­miðli og draga úr viðskipt­um sín­um með inn­lend­an gjald­miðil tel­ur Seðlabank­inn fulla ástæðu til að staldra við og gaum­gæfa af­leiðing­ar þessa fyr­ir pen­inga­kerfi þjóðar­inn­ar.

Þetta kem­ur fram í um­sögn Seðlabank­ans til Árs­reikn­inga­skrár um um­sókn Kaupþings um heim­ild til að færa bók­hald sitt og semja árs­reikn­ing, sam­stæðureikn­ing, í evr­um frá og með rekstr­ar­ár­inu 2008.

Bank­inn tel­ur ekki að for­send­ur séu til þess að fall­ast á þessa  um­sókn Kaupþings.

Um­sögn Seðlabank­ans

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK