Seðlabanki andvígur evrubókhaldi fjármálafyrirtækja

mbl.is/Ómar

Seðlabankinn er mótfallinn því að innlend fjármálafyrirtæki taki alfarið upp erlendan gjaldmiðil í reikningshaldi sínu. Stefni fjármálafyrirtæki jafnframt að því að ákveða hlutafé sitt í erlendum gjaldmiðli og draga úr viðskiptum sínum með innlendan gjaldmiðil telur Seðlabankinn fulla ástæðu til að staldra við og gaumgæfa afleiðingar þessa fyrir peningakerfi þjóðarinnar.

Þetta kemur fram í umsögn Seðlabankans til Ársreikningaskrár um umsókn Kaupþings um heimild til að færa bókhald sitt og semja ársreikning, samstæðureikning, í evrum frá og með rekstrarárinu 2008.

Bankinn telur ekki að forsendur séu til þess að fallast á þessa  umsókn Kaupþings.

Umsögn Seðlabankans

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK