Bankar tapa 2.200 milljörðum í viðbót

Fjármálafyrirtækin Merril Lynch, Citigroup og Bank of America munu þurfa að bóka varúðarfærslur vegna fjórða ársfjórðungs og mun afkoma þeirra versna um sem nemur um 33 milljörðum dala, andvirði um 2.200 milljarða íslenskra króna.

Kemur þetta fram í frétt á vef Bloomberg, en niðurfærslan kemur til vegna vanskila á bandarískum húsnæðislánum. Segir í fréttinni að búist hafi verið við niðurfærslu upp á 12 milljarða dala hjá Merril Lynch, en nú sé útlit fyrir að niðurfærslan muni nema um 14 milljörðum. Kemur það í kjölfar 8,4 milljarða dala niðurfærslu hjá fyrirtækinu fyrir þriðja ársfjórðung.

Búist er við að niðurfærsla Citigroup muni nema 14 milljörðum og að hjá Bank of America muni hún nema 5 milljörðum dala. Bandarísk og evrópsk fjármálafyrirtæki hafa þegar leitað til fjárfesta í Asíu og M-Austurlöndum um fjármagn að upphæð um 34 milljarða dala.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

  • Engin mynd til af bloggara Jakob Falur Kristinsson: Tap
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK