Citigroup afskrifar 18,1 milljarð dala

Citigroup.
Citigroup.

Citigroup, stærsti banki Bandaríkjanna, tapaði 9,83 milljörðum dala,  631 milljarði íslenskra króna á tímabilinu september-desember 2006. Er þetta fyrsta ársfjórðungstap bankans í 16 ár. Citigroup tapaði 18,1 milljarði dala á undirmálslánum í fjórðungnum. 

Greint var frá því í dag að fjárfestar hafa sett 12,5 milljarða dala í bankann sem er mjög fjárþurfi. Þar af koma 6,88 milljarðar dala frá fjárfestingasjóði stjórnvalda í Singapúr en þetta jafngildir 4% af heildarhlutafé Citigroup. Kemur þetta fé til viðbótar við það sem bankinn fékk í nóvember frá fjárfestingasjóði stjórnvalda í Abu Dhabi, alls 7,5 milljarða dala í skiptum fyrir 4,9% hlutafjár í Citigroup.

Undanfarnar vikur hafa asískir fjárfestingasjóðir verið áberandi í fjárfestingum í bandarískum bönkum. Fyrr í dag var greint frá því að kóreanskur fjárfestingasjóður, fjárfestingasjóður á vegum stjórnvalda í Kúveit (sem einnig keypti í Citigroup í dag) og japanski bankinn Mizuho hafi fjárfest í Merrill Lynch fyrir 6,6 milljarða dala. Ekki er langt síðan sjóður á vegum stjórnvalda í Singapúr setti 4,4 milljarða dala í Merrill Lynch.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK