Sívaxandi áhyggjur af efnahagssamdrætti í Bandaríkjunum ollu mikilli lækkun á verðbréfum á Wall Street í dag. Samdráttur í smásölu og slæmar afkomutölur frá Citigroup gerðu illt verra. Dow Jones vísitalan féll um nærri 280 stig.
Fjárfestar losuðu sig við hlutabréf þar sem óttast er að neysla muni dragast saman á árinu og auka þannig líkur á efnahagssamdrætti.