Spá 30% hækkun á hlutabréfum

Grein­ing Glitn­is spá­ir því að í lok árs 2008 verði Úrvals­vísi­tala Kaup­hall­ar Íslands kom­in í 7200 stig en vísi­tal­an var 5501 stig við lok viðskipta í gær. Gangi þessi spá eft­ir mun vísi­tal­an hækka um rúm­lega 30% það sem af er ár­inu.  

Þetta kom fram á morg­un­fundi Fé­lags um fjár­festa­tengsl þar sem Ingólf­ur Bend­er, for­stöðumaður Grein­ing­ar Glitn­is var meðal ræðumanna ásamt Jónasi Fr. Jóns­syni, for­stjóra Fjár­mála­eft­ir­lits­ins, og Eddu Rós Karls­dótt­ur, for­stöðumanni Grein­ing­ar­deild­ar Lands­bank­ans.

Glitn­ir spá­ir því að árið verði erfitt fram­an af á hluta­bréfa­markaði og gengi bréfa muni lítið hækka fyrri hluta árs­ins en taka kipp und­ir lok árs­ins. Markaðir muni  ekki taka við sér fyrr en að fyr­ir liggi end­an­legt tjón af völd­um hús­næðislánakrepp­unn­ar í Banda­ríkj­un­um og hverj­ir muni bera það tjón.

Grein­ing Glitn­is spá­ir því að tals­vert muni draga úr hag­vexti á ár­inu og að hann verði 1½% hér á landi. Það sama eigi við um hag­vöxt á heimsvísu.

Glitn­ir seg­ir, að við nú­ver­andi aðstæður gætu farið að leyn­ast kaup­tæki­færi í ein­stök­um hluta­fé­lög­um til langs tíma. Sér­stak­lega nefn­ir bank­inn bréf Bakka­var­ar og Teym­is og ger­ir ráð fyr­ir að þau kunni að hækka meira en 20% á ár­inu.

Þá ráðlegg­ur Glitn­ir fjár­fest­um að bæta við sig bréf­um í Atorku, Eik Banka, Eim­skip, Ex­ista, Föroya Banka, FL Group, Kaupþingi Lands­banka, SPRON og Straumi-Burðarási.

Fram kom hjá frum­mæl­end­um að staða fjár­mála­fyr­ir­tækja væri al­mennt traust og und­ir­stöðurn­ar sterk­ar. Bank­arn­ir ættu borð fyr­ir báru en helsti vandi þeirra nú og næstu mánuði væri versn­andi lána­kjör á er­lend­um mörkuðum og mjög hátt skulda­trygg­inga­álag.

Staða ís­lensku bank­anna í sam­an­b­urði við þá nor­rænu er al­mennt tal­in nokkuð góð en skulda­álagið hjá ís­lensku bönk­un­um er samt 15-20 falt á við helstu nor­rænu bank­ana. Fram kom á fund­in­um að ná þyrfti því álagi niður og ákvörðun Seðlabank­ans í gær hefði verið já­kvætt skref.

Frum­mæl­end­ur voru sam­mála um að framund­an væri ár hagræðing­ar hjá bönk­un­um og á næstu árum væri ekki ólík­legt að ein­hverj­ir samrun­ar eða yf­ir­tök­ur gætu átt sér stað, sér í lagi á  meðal minni verðbréfa­fyr­ir­tækja.

Þá kom fram á fund­in­um sú skoðun, að tregða Seðlabank­ans við að leyfa ís­lensk­um fyr­ir­tækj­um að gera upp og skrá hluta­fé í er­lendri mynt væri far­in að há framþróun ís­lensku bank­anna.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK