Sérfræðingur Merrill Lynch: Krónan kann að gefa eftir

Emma Lawson, sérfræðingur hjá fjárfestingarbankanum Merrill Lynch í Lundúnum, segir að íslenska krónan kunni að gefa mikið eftir ef versnandi ástand á alþjóðlegum fjármálamörkuðum leiðir til þess að fjárfestar ákveða að selja hávaxtamyntir og færa sig yfir í öruggari fjárfestingar.

„Ég myndi fara afar varlega í að halda í krónuna," hefur fréttavefur Blomberg eftir Lawson.  „Það er djúpstæður vandi í hagkerfinu og  í umhverfi þar sem fjárfestar reyna að komast hjá að taka mikla áhættu er hætta á að bráðasala verði á krónunni." 

Bloomberg segir, að lækkandi gengi íslensku krónunnar gæti styrkt útflutning og þannig leitt til þess að dragi úr viðskiptahalla, sem sé mikill á Íslandi. Þá hafi gengi krónunnar hækkað um 12% á síðasta ári þegar fjárfestar nýttu sér háa vexti á Íslandi og keyptu krónu fyrir lánsfé, sem tekið var á lágum vöxtum. 

Lawson spáði í júlí 2006 rétt fyrir um að gengi krónunnar myndi styrkjast á ný en þá hafði gengið fallið um 17%. Hún sagðist nú ekki vilja spá fyrir yfirstandandi ár. Sex sérfræðingar, sem Bloomberg hafði samband við, spá að jafnaði 8% lækkun á árinu.

Lawson segir, að þótt dregið hafi úr viðskiptahalla á Íslandi sé hann enn allt of mikill sem sýni, að yfirverð sé á krónunni. Á tímum áhættufælni verði krónan einn fyrsti gjaldmiðillinn, sem fjárfestar losa sig við og enn sé hætta á harðri lendingu hagkerfisins.

Frétt Bloomberg

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Loka