Deutsche Bank segir 300 manns upp

KAI PFAFFENBACH

Þýski bankinn Deutsche Bank hefur ákveðið að fækka störfum hjá bankanum um 300 vegna þeirra niðursveiflu sem ríkir á fjármálamörkuðum. Telja forsvarsmenn bankans að áfram muni ríkja niðursveifla á mörkuðum.

Fyrr í vikunni greindi bandaríski bankinn Citigroup frá því að bankinn myndi fækka störfum um 4.200 eftir að greint var frá því að hann hefði tapað 9,83 milljörðum dala á fjórða ársfjórðungi. Í lok síðasta árs ákvað svissneski bankinn UBS að fækka störfum um 1.500, að því er fram kemur í frétt á vef BBC.

Að sögn talsmanns Deutsche Bank verður fólki fækkað á fjárfestingabankasviði en tap var á rekstri þess á þriðja ársfjórðungi. Varar bankinn við því að áfram verði erfiðleikar í rekstri þess sviðs og afkoma þess langt frá því besta hingað til. Alls starfa 13 þúsund manns á fjárfestingabankasviði Deutsche Bank víða um heim. Í október greindi Deutsche Bank frá því að bankinn þyrfti að afskrifa 2,2 milljarða evra vegna undirmálslána.

Í dag er von á afkomutilkynningu frá bandaríska fjármálafyrirtækinu Merrill Lynch.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK