Mikil lækkun varð á bandarískum hlutabréfamarkaði í dag en Dow Jones vísitalan lækkaði um yfir 300 stig. Flestar helstu vísitölur lækkuðu um meira en 2%, m.a. vegna fregna af mestu niðursveiflu í nýbyggingum í Bandaríkjunum í rúman aldarfjórðung.
Eftir að hafa hækkað um rúm 50 stig lækkaði Dow Jones vísitalan snarlega í lok dags og hafði lækkað um 306,79 stig, eða 2,46% þegar hlutabréfamarkaðir lokuðu. stendur vísitalan nú í 12.159,37 stigumæ.
Standard & Poor vísitalan lækkaði um 2,84%, 38,99 og er nú 1.334,21 stig. Hlutabréf á Nasdaq lækkuðu um 43,22 stig eða 1,80% og er nú 2.351,37 stig.
Hlutabréf í deCODE á Nasdaq hækkuðu um 0,85% og stendur gengi þeirra nú í 3,55 dölum.