Penninn í útrás á Írlandi

Penninn hefur keypt 51% hlut í írsku kaffihúsakeðjunni Insomnia, samkvæmt frétt á írskum viðskiptavef, RTÉ. Forstjóri Insomnia, Bobby Kerr og fleiri lykilhluthafar munu eiga 49% áfram í keðjunni en að sögn Kerr verða ekki gerðar breytingar á helstu stjórnendum Insomnia þrátt fyrir breytt eignarhald.

Að sögn Kerr er stefnt að því að opna 20 ný Insomnia kaffihús á Írlandi og með tilkomu Pennans verði horft til útrásar Insomnia annars staðar í Norður-Evrópu á næsta ári. Alls starfa 200 manns hjá Insomnia.

Penninn keypti nýverið helmingshlut í Habitat á Íslandi auk þess sem Penninn á og rekur verslanir Eymundsson og Pennans. Saltfélagið  er einnig í eigu Pennans. Penninn á 30% hlut í Te og kaffi. Penninn á meirihlutann í húsgagnafyrirtækinu Coppa í Lettlandi, rekstrarvörukeðjuna Daily Service sem starfar í Eistlandi, Lettlandi og Litháen og kaffiframleiðandann Melna Kafija auk fleiri fyrirtækja.

Kristinn Vilbergsson, ásamt fleiri fjárfestum, keypti Pennann af Gunnari Dungal árið 2005.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK