Kaupþing banki hefur samið við Landsbanka Íslands um viðskiptavakt með hlutabréf í Kaupþingi fyrir eigin reikning Landsbankans. Mun viðskiptavaktin hefjast í dag.
Samningurinn felur í sér að sett verða fram daglega kaup- og sölutilboð í hlutabréf Kaupþings í því skyni að markaðsverð skapist á hlutabréfunum og verðmyndun verði með skilvirkum og gagnsæjum hætti. Tilboð eru sett fram í viðskiptakerfi OMX áður en markaður er opnaður og skulu ekki gilda lengur en innan dagsins.
Landsbankinn skuldbindur sig til að setja daglega fram kaup- og sölutilboð í hlutabréf Kaupþings að lágmarki 40.000 hlutir en hver hlutur er 10 kr. að nafnverði og skulu tilboð vera á því gengi sem Landsbankinn ákveður í hvert skipti. Hámarksfjárhæð heildarviðskipta sem Landsbankinn skuldbindur sig til að vera þátttakandi að dag hvern skal vera kr. 400.000.000,- að markaðsverði.