Breski bankinn Northern Rock mun gefa út ríkistryggð skuldabréf til að endurgreiða Englandsbanka neyðarlán, sem bankinn fékk vegna lausafjárvandamála í haust. Um er að ræða tugi milljarða punda. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá breska fjármálaráðuneytinu til kauphallarinnar í Lundúnum.
Þetta mun gera það að verkum, að ódýrara verður fyrir hugsanlega kaupendur að yfirtaka bankann vegna þess að þeir þurfa ekki lengur að greiða breska seðlabankanum yfir 25 milljarða punda.
Hægt verður að leggja fram tilboð í bankann fyrir 4. febrúar, að því er kemur fram í yfirlýsingunni.