Hlutabréf lækkuðu á hlutabréfamörkuðum í Bandaríkjunum í dag, lækkunin varð þó ekki jafn mikil og þegar verst lét í dag, og má rekja það til ákvörðunar bandaríska seðlabankans um að lækka stýrivexti.
Dow Jones vísitalan lækkaði um 128,11 stig, eða 1,06% en hún hafði lækkað um 465 stig skömmu eftir að markaðurinn opnaði í morgun.
Standard & Poor vísitalan lækkaði um 1,11% eða 14,69 stig, og stendur nú í 1.310,5 stigum. Nasdaq vísitalan lækkaði um 2,04% eða 47,75 stig og stendur nú í 2.292,27 stigum.