Fjárfestar um allan heim bíða nú milli vonar og ótta eftir opnun verðbréfamarkaðarins á Wall Street, en hann var lokaður í gær. Mikið verðfall á öllum mörkuðum sem þegar hafa verið opnaðir í dag sýnir að búist er við hinu versta. Fjárfestar óttast efnahagssamdrátt í Bandaríkjunum, en mótvægisaðgerðir stjórnvalda þar við niðursveiflu á markaðinum ollu vonbrigðum.
Nikkei-vísitalan í Japan hefur lækkað um 5,56% í dag og í Suður-Kóreu nam lækkunin 4,4 prósentum. Lækkun hélt ennfremur áfram á markaðinum í Sydney í Ástralíu, og er lækkunarhrinan þar orðin sú lengsta í 26 ár.