Hlutabréfavísitölur hafa lækkað í morgun í norrænum kauphöllum. Í Ósló nemur lækkunin 2,54% en fyrst eftir opnun í morgun lækkaði vísitalan um 6%, samkvæmt Aftenposten. Í Kaupmannahöfn nemur lækkunin 2,84%, í Helsinki 2,87% og í Stokkhólmi 1,89%. Viðskipti hefjast í Kauphöll OMX á Íslandi klukkan 10.