Miklar sveiflur á mörkuðum

Miklar sveiflur einkenna hlutabréfamarkaði í dag
Miklar sveiflur einkenna hlutabréfamarkaði í dag AP

Mikl­ar sveifl­ur hafa orðið á hluta­bréfa­mörkuðum í dag og þá sér­stak­lega eft­ir að Seðlabanki Banda­ríkj­anna til­kynnti um 0,75% stýri­vaxta­lækk­un. Í Kaup­höll OMX á Íslandi hef­ur Úrvals­vísi­tal­an lækkað um 2,83% en strax eft­ir að til­kynnt var um vaxta­lækk­un­ina í Banda­ríkj­un­um dró veru­lega úr lækk­un­inni og hækkaði lít­ils­hátt­ar í nokkr­ar mín­út­ur en vísi­tal­an hef­ur lækkað á ný. Bréf Ex­ista hafa lækkað um 8,9%, SPRON um 7,58% og Eik banki um 4,73%. Tvö fé­lög hafa hækkað í verði í kaup­höll­inni í dag, Cent­ury Alum­in­um um 0,55% og Icelanda­ir um 0,19%.

Dow Jo­nes vísi­tal­an hef­ur lækkað um 2,29%, Nas­daq um 4,89% og Stand­ard & Poor's um 2,69%.

Í Ósló nem­ur hækk­un hluta­bréfa­vísi­töl­unn­ar 0,63%, Kaup­manna­höfn 1,86%, Stokk­hólmi 2,11%, Hels­inki 0,49%. Samn­or­ræna vísi­tal­an Nordic 40 hef­ur hækkað um 1,39%.

FTSE vísi­tal­an í Lund­ún­um hef­ur lækkað um 0,54%, DAX vísi­tal­an í Frankfurt hef­ur lækkað um 2,05% og CAC vísi­tal­an í Par­ís um 0,65%.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK