Seðlabanki Kanada hefur lækkað stýrivexti sína um 0,25% í 4%. Var lækkunin í samræmi við væntingar greiningardeilda en einhverjir höfðu spáð enn meiri lækkun eða 0,5% vegna þess ástands sem ríkir á fjármálamörkuðum heims. Spáir Seðlabanki Kanada því að hægja muni á hagvexti í Kanada í ár og eins að draga muni úr verðbólgu og hún fara undir 1,5% um mitt ár.