Vextir lækkaðir um 0,75% í Bandaríkjunum

Frá Wall Street
Frá Wall Street AP

Bankastjórn Seðlabanka Bandaríkjanna hefur ákveðið að lækka stýrivexti og  vexti til lánastofnana í endurhverfum viðskiptum um 0,75%. Er þetta gert til þess að koma í veg fyrir frekari niðursveiflu á fjármálamörkuðum. Hafði þetta strax mikil áhrif á gengi hlutabréfa á Wall Street en Dow Jones vísitalan hafi fallið um rúm 5% í rafrænum viðskiptum áður en kauphöllin opnaði. Nemur lækkun Dow Jones nú 1,70%.

Stýrivextir Seðlabanka Bandaríkjanna lækka úr 4,25% í 3,5% en ekki er um hefðbundinn vaxtaákvörðunardag að ræða hjá bankanum en slíkur fundur var á dagskrá í næstu viku. Er þetta í fyrsta skipti frá því árið 2001 sem bankinn grípur til slíkra neyðarráðstafana en árið 2001 var það gert í kjölfar hruns á fjármálamörkuðum eftir hryðjuverkaárásirnar í Bandaríkjunum þann 11. september.

Vextir hafa ekki verið lækkaðir jafn mikið á einum degi í Bandaríkjunum frá því í desember 1991 er þeir voru lækkaðir um 1% samkvæmt frétt AP. 

Í nóvember 1994 voru stýrivextir bankans hins vegar hækkaðir um 0,75%, samkvæmt frétt á vef Wall Street Journal. Vextir á lánum til lánastofnana lækka einnig um 0,75%, úr 4,75% í 4%.

Alls hafa stýrivextir Seðlabanka Bandaríkjanna verið lækkaðir um 1,75% frá því í ágúst á síðasta ári.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK