Nýtt svið hjá Símanum

Stjórn Símans hefur samþykkt breytingu á skipulagi félagsins sem tekur gildi 1. febrúar næstkomandi. Breytingin felst í innleiðingu á nýju sviði, markaðssviði. Við nýju starfi framkvæmdastjóra markaðssviðs tekur Petrea I. Guðmundsdóttir og mun hún samfara þessu starfi taka sæti í framkvæmdastjórn Símans, að því er segir í tilkynningu.

Á sama tíma hefur Anna Björk Bjarnadóttir verið ráðin framkvæmdastjóri einstaklingsmarkaðar í stað Katrínar Olgu Jóhannesdóttur sem hefur þegar hafið störf sem framkvæmdastjóri stjórnunarsviðs hjá Skiptum hf.

Ný framkvæmdastjórn Símans er þá í dag skipuð af Sævari Frey Þráinssyni, forstjóra Símans, Petreu I. Guðmundsdóttur, Önnu Björk Bjarnadóttur, Elíni Þórunni Eiríksdóttur, Sveini Tryggvasyni og Þór Jes Þórissyni.

Anna Björk Bjarnadóttir er með meistaragráðu í stjórnun frá Wharton/TDC. Síðasta árið hefur hún unnið sem stjórnunarráðgjafi hjá Capacent. Áður vann Anna Björk m.a. sem forstöðumaður á einstaklingssviði Símans og sem framkvæmdastjóri þjónustusviðs hjá TDC í Noregi. Anna Björk er gift Tómasi A. Holton kennara og eiga þau tvö börn.

Petrea I. Guðmundsdóttir er viðskiptafræðingur frá Háskóla Íslands. Síðasta árið hefur Petrea unnið sem forstöðumaður markaðar hjá Símanum. Áður vann hún m.a. sem framkvæmdastjóri markaðssviðs á Skjánum og við ýmis sérfræðings- og stjórnunarstörfum hjá Símanum. Petrea er í sambúð með Benedikt K. Magnússyni sem starfar hjá KPMG og eiga þau eina dóttur.

Anna Björk Bjarnadóttir
Anna Björk Bjarnadóttir
Petrea I. Guðmundsdóttir
Petrea I. Guðmundsdóttir
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK