Bandaríkjamenn hefja aðgerðir til að efla efnahagslífið

Hvíta húsið
Hvíta húsið Reuters

Bráðabirgðasamkomulag náðist í dag á milli leiðtoga á Bandaríkjaþingi og embættismanna í Hvíta húsinu um að hefja aðgerðir til þess að efla efnahagslífið í Bandaríkjunum.

Fram kemur á fréttavef BBC að öll atriði samkomulagsins hafi ekki verið tilkynnt en talsmaður Hvíta hússins hefur staðfest að samkomulag hafi náðst.

Ákveðið hefur verið að verja um 150 milljörðum Bandaríkjadala í aðgerðir til að hleypa nýju blóði í efnahagslífið í Bandaríkjunum.

Í aðgerðunum felst endurgreiðsla á skatti og verða ávísanir sendar til 117 milljón fjölskyldna í Bandaríkjunum.  Einstaklingar munu fá 600 dollara til endurgreiðslu og þeir sem er með fjölskyldu munu fá hærri upphæð.

Með aðgerðunum vilja Bandaríkjamenn að koma í veg fyrir samdrátt.  Báðir flokkar á þingi hafa samþykkt að hefja skjótar aðgerðir til þess að efla efnahagslífið. 

Samkomulagið kemur í kjölfar þess að Seðlabanki Bandaríkjann ákvað að lækka stýrivexti í fyrradag.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK