Viðskipti stöðvuð með SocGen vegna fjársvika

Viðskipti voru stöðvuð með næst stærsta banka Frakk­lands, Societe Gener­ale, í Kaup­höll­inni í Par­ís í morg­un eft­ir að bank­inn greindi frá því að einn verðbréfamiðlari bæri ábyrgð á 4,9 millj­arða evra, tæp­lega 476 millj­arða ís­lenskra króna, fjár­svik­um.  

Sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá Euronext, sem rek­ur Kaup­höll­ina í Par­ís, ligg­ur ekki fyr­ir hvenær viðskipti hefjast með Societe Gener­ale á ný. Hluta­bréf bank­ans lækkuðu um rúm 4% í gær.

Í til­kynn­ingu frá Societe Gener­ale kem­ur fram að auk taps­ins vegna svik­anna þá þurfi bank­inn að af­skrifa 2,05 millj­arða evra vegna und­ir­máls­lána. Mun bank­inn leita eft­ir því að auka eigið fé bank­ans um 5,5 millj­arða evra á næstu vik­um.

Fjár­svik­in og af­skrift­ir hafa mik­il áhrif á af­komu bank­ans á síðasta ári og er út­lit fyr­ir að hagnaður Societe Gener­ale fyr­ir allt síðasta ár nemi 600-800 millj­ón­um evra.

Viðkom­andi verðbréfamiðlari starfaði hjá Soc­Gen en svik­in komu í ljós um síðustu helgi, sam­kvæmt frétt á vef Wall Street Journal. Hef­ur hann játað brot sín og var rek­inn um­svifa­laust úr starfi. Svo virðist sem svik hans teng­ist fram­taks­fjár­fest­ing­um og vog­un­ar­sjóðum.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK