Gengisbundin lán heimila námu 138 milljörðum króna í desember og eru í sögulegu hámarki, samkvæmt tölum frá Seðlabankanum. Fram kemur í ½5 fréttum Kaupþings, að hlutdeild erlendra skulda heimila hafi farið vaxandi á síðustu mánuðum og þau séu nú rúmlega 16% af heildarskuldum heimila.
Kaupþing segir, að slík lán beri gengisáhættu og séu í raun ein tegund vaxtarmunarviðskipta. Breytingar á gengi krónunnar hafi því áhrif á greiðslubyrði slíkra lána og þannig aukist greiðslubyrði heimila þegar krónan veikist og að sama skapi minnki greiðslubyrðin þegar krónan styrkist.
Skuldir heimila við bankakerfið jukust um 13,8 milljarða króna í desember og nema nú í heild 838 milljörðum samkvæmt tölum frá Seðlabankanum.