Í mál við verðbréfaþrjótinn

Jerome Kerviel.
Jerome Kerviel. Reuters

Franski bank­inn Societe Gener­ale hef­ur höfðað mál á hend­ur verðbréfamiðlar­an­um sem sakaður er um að hafa tapað tæp­lega fimm millj­örðum evra úr sjóðum bank­ans með vafa­söm­um viðskipt­um. Frétta­skýrend­ur segja fram­kvæmda­stjóra bank­ans eiga á hættu að missa starfið.

Bank­inn hef­ur ekki nafn­greint miðlar­ann, en fjöl­miðlar segja að um sé að ræða 31 árs Frakka, Jerome Kerviel.

Fram­kvæmda­stjóri bank­ans, Daniel Bout­on, seg­ir miðlar­ann hafa verið ein­an að verki, en neitaði því að við stjórn­end­ur bank­ans væri að sak­ast.

Frétta­skýrend­ur segja þó, að framtíð Bout­ons hjá bank­an­um sé óviss, eft­ir að í ljós kom að fram­ferði Kerviels hafði farið gjör­sam­lega fram­hjá öll­um eft­ir­lit­s­kerf­um bank­ans. Þá sé ljóst, að vegna taps­ins sé hætta á að bank­inn verði yf­ir­tek­inn.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK