Næstmesta hækkun hlutabréfa frá upphafi

Hlutabréf hækkuðu mikið í verði í Kauphöll Íslands í dag.
Hlutabréf hækkuðu mikið í verði í Kauphöll Íslands í dag. mbl.is/G. Rúnar

Hlutabréf hækkuðu mikið í verði í Kauphöll Íslands í dag. Úrvalsvístialan endaði í 5451 stig, sem er 4,82% hækkun frá í gær. Er þetta næstmesta hækkun vísitölunnar á einum degi í sögu kauphallarinnar en sú mesta var 6,11% í október árið 2001.

Úrvalsvísitalan hefur verið reiknuð út frá árinu 1998 en hefur verið reiknuð afturvirkt til þess tíma sem hlutabréfaviðskipti hófust með formlegum hætti hér á landi. Miðað við það er hækkunin í dag sú þriðja hæsta en í mars 1993 hækkaði vísitalan um 5% á einum degi.

Hlutabréf Atlantic Petroleum hækkuðu um 17,89% í dag, bréf SPRON um  9,67%, Exista um 7,38% og FL Group um 5,94%. Bréf Icelandic Group lækkuðu um 1,21%.

Greiningardeild Kaupþings segir í ½5 fréttum sínum, að ætla megi að kaupendur hafi beðið á hliðarlínunni eftir að óveðrinu slotaði og streymt inn í stríðum straumum inn á markaðinn í dag eftir að ljóst varð að hann hafði náði til botns í bili á miðvikudaginn. Þessi atburðarás sverji sig í ætt við þá þróun, sem hafi orðið á alþjóðlegum hlutabréfamörkuðum í vikunni.

Þar með sé ekki sagt að hækkanir síðustu dægrin séu varanlegar  enda ríki mikil óvissa enn á fjármálamörkuðum með tilheyrandi óstöðugleika. Á hitt beri að líta að verðkennitölur margra íslenskra fyrirtækja,  einkum í fjármálaþjónustu, séu orðnar mjög hagstæðar eftir undanfarna lækkunarhrinu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Loka