Kerviel þráði að verða einn sá besti

Skuggi af manni í glugga höfuðstöðva frönsku efnahagsbrotalögreglunnar þar sem …
Skuggi af manni í glugga höfuðstöðva frönsku efnahagsbrotalögreglunnar þar sem Kerviel hefur verið í yfirheyrslum. Reuters

Franski verðbréfamiðlar­inn Jerome Kerviel hef­ur viður­kennt að hafa leynt samn­ing­um sem kostuðu franska bank­ann Société Générale millj­arða evra, að sögn sak­sókn­ara.

Jean-Clau­de Mar­in, sak­sókn­ari í mál­inu, seg­ir að Kerviel hafi þráð að verða framúrsk­ar­andimiðlari til þess að fá hærri bón­us­greiðslur en reyndi ekki að hagn­ast per­sónu­lega á fram­virk­um samn­ing­um sem hann gerði fyr­ir hönd bank­ans.

Kerviel mætti fyr­ir rann­sókn­ar­dóm­ara í Par­ís í morg­un og er bú­ist við því að hann verði form­lega ákærður fyr­ir skjalafals, fjár­svik og fleiri af­brot. Hann á yfir höfði sér allt að sjö ára fang­elsi og 750 þúsund evr­ur í sekt verði hann fund­inn sek­ur um fjár­svik en hann er sakaður um að hafa orðið til þess að bank­inn tapaði 4,8 millj­örðum evra.

Kerviel viður­kenndi við yf­ir­heyrsl­ur um helg­ina að hafa leynt færsl­un­um til þess að hljóta viður­kenn­ingu sem stór­kost­leg­ur miðlari og um leið fær­ast ofar í virðinga­stig­an­um. Taldi Kerviel að ef dæmið gengi upp hefði hann fengið allt að 300 þúsund evr­ur í bón­us­greiðslur fyr­ir árið 2007.

Að sögn Mar­in hóf Kerviel áhættu­söm viðskipti með fram­virka samn­inga seint á ár­inu 2005. Er þetta ekki í takt við það sem Soc­Gen hef­ur sagt um málið en sam­kvæmt til­kynn­ingu frá bank­an­um hóf­ust svik­in á síðasta ári. Hluta­bréf Société Générale hafa lækkað um rúm 7% það sem af er degi og telja marg­ir að reynt verði að yf­ir­taka bank­ann.

Stjórn­ar­formaður og for­stjóri Soc­Gen, Daniel Bout­on, er í Lund­ún­um þar sem hann reyn­ir að fá fjár­festa til þess að setja allt að 5,5 millj­arða evra í bank­ann vegna fjár­svik­anna og taps bank­ans á viðskipt­um með und­ir­máls­lán í Banda­ríkj­un­um. 

Jerome Kerviel
Jerome Kerviel Reu­ters
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK