Moody's segir Aaa einkunn Íslands á krossgötum

Fjármálaráðuneytið.
Fjármálaráðuneytið. mbl.is/Þorkell

Alþjóðlega matsfyrirtækið Moody's segir að ætli íslenska ríkið að halda  Aaa lánshæfiseinkunn sinni þurfi stjórnvöld að sýna fram á getu til að bregðast við ýmsum efnahagsáföllum. Segir Moody's, að íslenska ríkið hafi mikla en ekki óendanlega getu til að standast hugsanlega innlenda bankakreppu. 

Í skýrslu Moody's, sem birt er á heimasíðu Seðlabankans í dag, segir að þessi hæsta einkunn Moody's sé aðeins veitt þeim ríkjum, sem geti tekist á við breytingar.  Ýmislegt gæti orðið til þess, að draga úr þrýstingi á þessa einkunn Íslands, svo sem áframhaldandi hagnaður hjá bankakerfinu sem myndi draga úr áhyggjum af því hve starfsemi þeirra er umfangsmikil í hlutfalli við íslenska hagkerfið. 

Moody's telur líklegt, að íslensk stjórnvöld geti mætt lausafjárbresti, varið innstæðueigendur og forðast greiðsluþrengingar jafnvel við sérstaklega erfið skilyrði. Moody's hafi fylgst grannt með vexti erlendra skuldbindinga bankakerfisins og að því gæti komið að slíkur vöxtur myndi reyna á getu stjórnvalda til að takast á við kreppu, að minnsta kosti með hætti sem samræmdist gildandi Aaa-einkunnum.

Sérfræðingur Moody's segir að auka mætti svigrúm stjórnvalda til að glíma við áhrif kreppu í framtíðinni með viðameiri reglusetningu um lausafé banka eða með öðrum kerfisbreytingum sem milduðu hlutverk stjórnvalda sem lánveitanda til þrautavara í erlendri mynt.

Þá segir Moody's, að ef íslensku bankarnir draga úr alþjóðlegri starfsemi sinni eða flytji höfuðstöðvar sínar til útlanda myndi slíkt draga úr fjármálalegri áhættu  íslenska ríkisins.  

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK