Hagnaður Landsbanka 39,9 milljarðar á síðasta ári

Verið er að kynna afkomu Landsbankans þessa stundina og á …
Verið er að kynna afkomu Landsbankans þessa stundina og á myndinni sést Sigurjón Þ. Árnason, bankastjóri í ræðustóli. mbl.is/Ómar

Hagnaður Lands­bank­ans á síðasta ári var 39,9 millj­arðar króna eft­ir skatta eða svipað og árið 2006 þegar hagnaður­inn var 40,2 millj­arðar. Á síðasta árs­fjórðungi nam hagnaður­inn 4,9 millj­örðum króna en á sama tíma­bili árið 2006 var hagnaður­inn rúm­ir 14 millj­arðar króna.

Þeir Sig­ur­jón Þ. Árna­son og Hall­dór J. Kristjáns­son, banka­stjór­ar Lands­bank­ans, segja í til­kynn­ingu að út­lána­safn Lands­bank­ans sé traust og bank­inn sé ekki með nein­ar áhættu­skuld­bind­ing­ar sem teng­ist svo­kölluðum skulda­bréfa­vafn­ing­um. Við þær óvenju­legu aðstæður,  sem ein­kenni alþjóðlega fjár­mála­markaði nú um stund­ir skapi þess­ir þætt­ir í raun tæki­færi fyr­ir banka eins og Lands­bank­ann.

Þá hafi verið dregið úr markaðsáhættu, út­lána­safn bank­ans sé vel áhættu­dreift og fjár­mögn­un­ar­hlið bank­ans sterk. Inn­lán nemi nú um ¾ af heild­ar­út­lán­um til viðskipta­vina og sé bank­inn með tæp­lega 150 þúsund viðskipta­vini sem valið hafi svo­nefnt IceS­a­ve inn­láns­form bank­ans í Bretlandi. Eig­in­fjárstaða og lausa­fjár­hlut­fall bank­ans sé nú með því besta sem ger­ist í Norður Evr­ópu.

Fram kem­ur í til­kynn­ingu Lands­bank­ans að grunn­tekj­ur sam­stæðunn­ar hafi numið 93,4 millj­örðum króna á síðasta ári og auk­ist um 34% frá fyrra ári. Á síðasta árs­fjórðungi námu grunn­tekj­ur sam­stæðu bank­ans 24,9 millj­örðum króna og hafi aldrei verið hærri á ein­um árs­fjórðungi.

Tals­vert minni hagnaður varð á fjórða árs­fjórðungi en þeim þriðja og seg­ir Lands­bank­inn, að það megi einkum rekja til þess óróa og óvissu sem myndst hafi á alþjóðleg­um fjár­mála­mörkuðum og áhrif­um þess á fjár­fest­inga­tekj­ur bank­ans af hluta­bréf­um og skulda­bréf­um. 

Grein­ing­ar­deild Glitn­is áætlaði að hagnaður Lands­bank­ans á fjórða árs­fjórðungi árs­ins 2007 yrði tæp­ir 5,4 millj­arðar króna. Grein­ing­ar­deild Kaupþings áætlaði að hagnaður Lands­bank­ans yrði 6,3 millj­arðar.

Til­kynn­ing Lands­bank­ans

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Loka