Hagnaður Landsbanka 39,9 milljarðar á síðasta ári

Verið er að kynna afkomu Landsbankans þessa stundina og á …
Verið er að kynna afkomu Landsbankans þessa stundina og á myndinni sést Sigurjón Þ. Árnason, bankastjóri í ræðustóli. mbl.is/Ómar

Hagnaður Landsbankans á síðasta ári var 39,9 milljarðar króna eftir skatta eða svipað og árið 2006 þegar hagnaðurinn var 40,2 milljarðar. Á síðasta ársfjórðungi nam hagnaðurinn 4,9 milljörðum króna en á sama tímabili árið 2006 var hagnaðurinn rúmir 14 milljarðar króna.

Þeir Sigurjón Þ. Árnason og Halldór J. Kristjánsson, bankastjórar Landsbankans, segja í tilkynningu að útlánasafn Landsbankans sé traust og bankinn sé ekki með neinar áhættuskuldbindingar sem tengist svokölluðum skuldabréfavafningum. Við þær óvenjulegu aðstæður,  sem einkenni alþjóðlega fjármálamarkaði nú um stundir skapi þessir þættir í raun tækifæri fyrir banka eins og Landsbankann.

Þá hafi verið dregið úr markaðsáhættu, útlánasafn bankans sé vel áhættudreift og fjármögnunarhlið bankans sterk. Innlán nemi nú um ¾ af heildarútlánum til viðskiptavina og sé bankinn með tæplega 150 þúsund viðskiptavini sem valið hafi svonefnt IceSave innlánsform bankans í Bretlandi. Eiginfjárstaða og lausafjárhlutfall bankans sé nú með því besta sem gerist í Norður Evrópu.

Fram kemur í tilkynningu Landsbankans að grunntekjur samstæðunnar hafi numið 93,4 milljörðum króna á síðasta ári og aukist um 34% frá fyrra ári. Á síðasta ársfjórðungi námu grunntekjur samstæðu bankans 24,9 milljörðum króna og hafi aldrei verið hærri á einum ársfjórðungi.

Talsvert minni hagnaður varð á fjórða ársfjórðungi en þeim þriðja og segir Landsbankinn, að það megi einkum rekja til þess óróa og óvissu sem myndst hafi á alþjóðlegum fjármálamörkuðum og áhrifum þess á fjárfestingatekjur bankans af hlutabréfum og skuldabréfum. 

Greiningardeild Glitnis áætlaði að hagnaður Landsbankans á fjórða ársfjórðungi ársins 2007 yrði tæpir 5,4 milljarðar króna. Greiningardeild Kaupþings áætlaði að hagnaður Landsbankans yrði 6,3 milljarðar.

Tilkynning Landsbankans

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Loka