Sölu- og verðhrun á bandarískum fasteignamarkaði

Reuters

Sala á nýjum heimilum dróst saman um 26,4% í Bandaríkjunum á síðasta ári en alls seldust 774 þúsund nýjar fasteignir á nýliðnu ári. Með þessu er metið slegið frá árinu 1980 er samdrátturinn nam 23,1%. Verð á fasteignum hækkaði einungis um 0,2% á síðasta ári og er það minnsta aukningin frá árinu 1991 er fasteignaverð lækkaði að meðaltali um 2,4. Nam meðalverð á nýrri fasteign 246.900 dölum á síðasta ári, samkvæmt nýjum tölum frá bandaríska fasteignamatinu.

Í desember dróst sala á nýju húsnæði saman um 4,7% í Bandaríkjunum en í nóvember minnkaði salan um 12,6%. Miðgildi verðs á nýjum fasteignum var 219.200 dalir sem er 10,4% lægri fjárhæð heldur en í sama mánuði 2006. Er þetta mesta lækkun fasteignaverðs á milli tímabila í 37 ár í Bandaríkjunum, það er þegar mánuður er borinn saman við sama mánuð árið á undan.

Telja sérfræðingar á fasteignamarkaði að verð á nýjum fasteignum muni halda áfram að lækka í ár. Fyrr í mánuðinum var greint frá því að sala á eldra húsnæði hafi dregist saman um 13% á síðasta ári sem er mesti samdráttur á þeim markaði í 13 ár.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK