Sölu- og verðhrun á bandarískum fasteignamarkaði

Reuters

Sala á nýj­um heim­il­um dróst sam­an um 26,4% í Banda­ríkj­un­um á síðasta ári en alls seld­ust 774 þúsund nýj­ar fast­eign­ir á nýliðnu ári. Með þessu er metið slegið frá ár­inu 1980 er sam­drátt­ur­inn nam 23,1%. Verð á fast­eign­um hækkaði ein­ung­is um 0,2% á síðasta ári og er það minnsta aukn­ing­in frá ár­inu 1991 er fast­eigna­verð lækkaði að meðaltali um 2,4. Nam meðal­verð á nýrri fast­eign 246.900 döl­um á síðasta ári, sam­kvæmt nýj­um töl­um frá banda­ríska fast­eigna­mat­inu.

Í des­em­ber dróst sala á nýju hús­næði sam­an um 4,7% í Banda­ríkj­un­um en í nóv­em­ber minnkaði sal­an um 12,6%. Miðgildi verðs á nýj­um fast­eign­um var 219.200 dal­ir sem er 10,4% lægri fjár­hæð held­ur en í sama mánuði 2006. Er þetta mesta lækk­un fast­eigna­verðs á milli tíma­bila í 37 ár í Banda­ríkj­un­um, það er þegar mánuður er bor­inn sam­an við sama mánuð árið á und­an.

Telja sér­fræðing­ar á fast­eigna­markaði að verð á nýj­um fast­eign­um muni halda áfram að lækka í ár. Fyrr í mánuðinum var greint frá því að sala á eldra hús­næði hafi dreg­ist sam­an um 13% á síðasta ári sem er mesti sam­drátt­ur á þeim markaði í 13 ár.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK