Hagnaður Glitnis 27,7 milljarðar króna

Hagnaður Glitnis nam 27.651 milljónum króna á síðasta ári  samanborið við 38.239 milljónir króna árið 2006 og  dróst saman um 27,7% milli ára. Hagnaður á fjórða ársfjórðungi nam 2,5 milljörðum króna samanborið við 9,3 milljarða á fjórða ársfjórðungi 2006.

Í tilkynningu frá Glitni kemur fram að hagnaður fyrir skatta á fjórða ársfjórðungi nam 3,8 milljörðum króna samanborið við 11,6 milljarða króna á sama tímabili 2006. Hreinar vaxtatekjur á fjórða ársfjórðungi voru 11,9 milljarðar og hækkuðu um 54,6% frá fjórða ársfjórðungi 2006.
Þóknanatekjur á fjórða ársfjórðungi ársins námu 10,6 milljörðum og jukust lítillega frá sama ársfjórðungi í fyrra. 

52% af hagnaði bankans fyrir skatta á árinu 2007 myndaðist af starfsemi utan Íslands. Hagnaður á hlut var 0,19 krónur á fjórðungnum og 1,86 krónur yfir árið samanborið við 2,68 krónur í fyrra.

Heildareignir í árslok 2.949 milljarðar

Heildareignir voru 2.949 milljarðar en voru 2.246 milljarðar í ársbyrjun 2007. Eignir í stýringu drógust saman um 6,7% frá fyrri ársfjórðungi vegna sölu hlutar bankans í Glitnir Property Holding, en
heildarvöxtur yfir árið nam 91% og eru nú 936 milljarðar króna. Eiginfjárhlutfall á CAD grunni var 11,2 %, þar af A-hlutfall 8,1 %.

Lárus Welding, forstjóri Glitnis, segir í tilkynningu:  „Þegar ég lít yfir  afkomutölurnar er ánægjulegt að sjá svo góðan vöxt í hreinum vaxta- og þóknanatekjum eins og raun ber vitni.  Þóknanatekjur bankans voru stöðugar á  árinu og námu samtals um 37,6 milljörðum  króna, sem er um 42% aukning  frá árinu áður.

Ég  er einnig  ánægður að sjá  tekjur af  kjarnastarfsemi bankans  vaxa  á  nýjan  leik  þar   sem  vöxturinn  nam  um  21%   á ársgrundvelli auk þess  sem traust útlánasafn  bankans tryggir  okkur góðar vaxtatekjur á þessu ári," segir Lárus í tilkynningunni.

Í tilkynningu til Kauphallar OMX á Íslandi kemur fram að afkoma fjórða ársfjórðungs og ársreikningur er birt án skýringa, en   birtingu skýringa með ársreikningum er frestað til 31. janúar. Töfin er vegna tæknilegra atriða við vinnslu þeirra sem ekki urðu ljósar fyrr en á síðustu stundu  og því var talið heppilegra að fresta birtingu skýringanna.

Tilkynning Glitnis

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Loka