Stærsti útgáfumánuður krónubréfa

mbl.is/Júlíus

Aldrei hafa verið gef­in út krón­bréf fyr­ir hærri upp­hæð en nú í janú­ar­mánuði. Í gær gaf Am­er­íski þró­un­ar­bank­inn  út krónu­bréf fyr­ir 17 millj­arða króna og hafa þá alls verið gef­in út krónu­bréf fyr­ir 76 millj­arða króna frá ára­mót­um.

Frá því að út­gáfa krónu­bréfa hófst í ág­úst 2005 hef­ur aldrei verið gefið út fyr­ir jafn háa upp­hæð inn­an eins mánaðar og nú, sam­kvæmt Morgun­korni Glitn­is.

„Útgáfa am­er­íska þró­un­ar­bank­ans í gær lokaði jafn­fram bil­inu á milli gjald­daga og nýrra út­gáfu inn­an mánaðar­ins. Alls gjald­féllu krónu­bréf að nafn­v­irði 65 ma. króna að viðbætt­um vöxt­um á gjald­daga inn­an mánaðar­ins.

 Að sept­em­ber síðastliðnum  und­an­skild­um er janú­ar stærsti gjald­daga­mánuður frá upp­hafi. Frá því í ág­úst 2005 hafa nú verið gef­in út krónu­bréf fyr­ir rúm­lega 650 ma.kr. Þar af eru ríf­lega 382 ma.kr. enn úti­stand­andi, sem er svipuð staða og síðastliðið vor," sam­kvæmt Morgun­korni Glitn­is.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK