FBI rannsakar meint efnahagsbrot

Merki FBI.
Merki FBI.

Banda­ríska al­rík­is­lög­regl­an, FBI, rann­sak­ar nú 14 fyr­ir­tæki sem tengj­ast krepp­unni sem rík­ir í banda­rísk­um und­ir­máls­lán­um á fast­eigna­markaði. Fyr­ir­tæk­in eru ekki nafn­greind en sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá FBI snýr rann­sókn­in að bygg­inga­verk­tök­um, lána­stofn­un­um og fjár­fest­inga­bönk­um.

Í frétt á vef BBC er haft eft­ir yf­ir­manni hjá FBI að  rann­sókn­in bein­ist að því hvort dæmi séu um bók­halds­s­vindl og inn­herjaviðskipti. Ef í ljós kem­ur að fyr­ir­tæk­in hafi brotið af sér þá eiga þau yfir höfði sér ákæru fyr­ir efna­hags­brot.

Sam­kvæmt FBI er litið á efna­hags­brot af þessu tagi sem ógn­un við hag­kerfi Banda­ríkj­anna. 

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK