Fjöldauppsagnir á Nyhedsavisen

mbl.is/Brynjar Gauti

Fréttavefur Berlingske Tidende greinir frá því að tæplega helmingi starfsmanna á ritstjórn Nyhedsavisen hafi verið sagt upp og að umfangsmiklar breytingar séu framundan hjá blaðinu til að tryggja stöðu þess.

David Trads, aðalritstjóri, er hættur og genginn til liðs við Det Berlingske Officin sem m.a. gefur út Berlingske Tidende. Mun Trads heyra beint undir Lisbeth Knudsen, framkvæmdastjóra. Simon Andersen, sem hefur verið fréttaritstjóri, verður aðalritstjóri Nyhedsavisen.

Um 40 af 90 starfsmönnum á ritstjórn blaðsins mun hafa verið sagt upp. Haft er eftir Svenn Dam, stjórnarformanni blaðsins, að ákvörðunin sé þung, en hún tengist ekki síst því að undanfarna mánuði hafi síðum blaðsins fækkað og að of margir blaðamenn starfi nú hjá blaðinu.

Blaðinu verður ekki lengur dreift í hús í Óðinsvéum, ritstjórn blaðsins á Fjóni hefur verið sagt upp og mun blaðið nú miðast við dreifingu í Kaupmannahöfn og Árósum.

Netfyrirtækið Freeway, sem ber ábyrgð á um þriðjungi allrar netumferðar í Danmörku, hefur keypt sig inn í reksturinn og mun yfirtaka vefsíðuna Avisen.dk.

Svenn Dam segir Freeway hafa sýnt að það sé betur í stakk búið til að þróa og reka vefsíðuna og því taki fyrirtækið við vefnum.

Í yfirlýsingu frá Morten Lund, stærsta eiganda fyrirtækisins, segir að kraftar blaðsins séu nú að kom í ljós fyrir alvöru. Dreifingarmál séu í lagi, blaðið sé að finna sitt snið og að rekstrargrundvöllur sé að myndast.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK